Lífið

Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu

Hólmfríður Gísladóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa
Stephen Colbert hlaut Emmy-verðlaunin fyrir besta spjallþáttinn.
Stephen Colbert hlaut Emmy-verðlaunin fyrir besta spjallþáttinn. Getty/Kevin Winter

Dramaþáttaröðin Adolescence kom, sá og sigraði á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi, þar sem hún hlaut sex verðlaun. 

Stephen Graham hlaut tvenn verðlaun, fyrir handrit og leik í aðalhlutverki, og þá varð Owen Cooper yngsti einstaklingurinn til að hreppa verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki í sjálfstæðri þáttaröð (e. limited series).

Erin Doherty hlaut verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki.

Adolescence sópaði að sér verðlaunum.Getty/Amy Sussman

Gamanþáttaröðin The Studio sló met og hlaut alls þrettán Emmy-verðlaun, ef talin eru með þau verðlaun sem þátturinn hlaut á Creative Arts Emmy fyrir viku. Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin og Seth Rogen hlaut þrenn verðlaun; fyrir besta leik, handrit og leikstjórn.

Seth Rogen játaði að vera „vandræðalega“ glaður með sigra sína.Getty/Kevin Mazur

Læknadramað The Pitt hlaut verðlaunin fyrir bestu dramaþáttaröð og Noah Wyle hreppti verðlaunin fyrir besta leik i aðalhlutverki. Hann var ítrekað tilnefndur fyrir leik sinn í ER á sínum tíma en þetta var í fyrsta sinn sem hann fór heim með verðlaunin.

Noah Wyle, sem var ítrekað tilnefndur fyrir leik sinn í ER, hreppti loksins verðlaunin, fyrir leik sinn í öðru læknadrama.Getty/Kevin Winter

Mestan fögnuð hlaut þáttastjórnandinn Stephen Colbert en á dögunum var tilkynnt um að þáttur hans, The Late Show, yrði lagður niður. Colbert sagðist eitt sinn hafa vonað að þátturinn myndi snúast um ást en skilið það seinna að hann snérist um missi.

Vísaði hann þar til hins pólitíska landslags í Bandaríkjunum og sagðist aldrei hafa unnað landi sínu heitar.

Javier Bardem sýndi stuðning sinn við Palestínumenn.Getty/Michael Buckner

Nokkrir viðstaddra notuðu tækifærið til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. Hannah Einbinder, sem hreppti verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir gamanþáttaröðina Hacks endaði þakkarræðu sína á að segja „Fuck Ice og frjáls Palestína“.

Þá mætti Javier Bardem með keffiyeh á rauða dregilinn.

Athygli vakti að aðstandendur Only Murders in the Building, The Bear og The White Lotus fóru tómhentir heim.

Allir sigurvegarar

Hér má finna lista yfir sigurvegara og aðra tilnefnda, sigurvegarar í hverjum flokki eru feitletraðir:

Besta dramasería

  • Andor
  • The Diplomat
  • The Last of Us
  • Paradise
  • The Pitt
  • Severance
  • Slow Horses
  • The White Lotus

Besta grínsería

  • Abbott Elementary
  • The Bear
  • Hacks
  • Nobody Wants This
  • Only Murders in the Building
  • Shrinking
  • The Studio
  • What We Do in the Shadows

Besta stutta framhaldsþáttaröð (e. miniseries) eða safnþáttaröð

  • Adolescence
  • Black Mirror
  • Dying for Sex
  • Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story
  • The Penguin

Besta raunveruleikasjónvarpskeppni

  • The Amazing Race
  • RuPaul’s Drag Race
  • Survivor
  • Top Chef
  • The Traitors

Besti spjallþáttur

  • The Daily Show
  • Jimmy Kimmel Live!
  • The Late Show With Stephen Colbert

Besti fjöllistaþáttur (e. variety series) með handriti

Last Week Tonight With John Oliver

Saturday Night Live

Besti fjöllistaþáttur í beinni

  • The Apple Music Super Bowl LIX Halftime Show Starring Kendrick Lamar
  • Beyoncé Bowl
  • The Oscars
  • SNL50: The Anniversary Special
  • SNL50: The Homecoming Concert

Besti aðalleikari í dramaseríu

  • Sterling K. Brown, Paradise
  • Gary Oldman, Slow Horses
  • Pedro Pascal, The Last of Us
  • Adam Scott, Severance
  • Noah Wyle, The Pitt

Besta aðalleikkona í dramaseríu

  • Kathy Bates, Matlock
  • Sharon Horgan, Bad Sisters
  • Britt Lower, Severance
  • Bella Ramsey, The Last of Us
  • Keri Russell, The Diplomat

Besti aukaleikari í dramaseríu

  • Zach Cherry, Severance
  • Walton Goggins, The White Lotus
  • Jason Isaacs, The White Lotus
  • James Marsden, Paradise
  • Sam Rockwell, The White Lotus
  • Tramell Tillman, Severance
  • John Turturro, Severance

Besta aukaleikkona í dramseríu

  • Patricia Arquette, Severance
  • Carrie Coon, The White Lotus
  • Katherine LaNasa, The Pitt
  • Julianne Nicholson, Paradise
  • Parker Posey, The White Lotus
  • Natasha Rothwell, The White Lotus
  • Aimee Lou Wood, The White Lotus

Besti aðalleikari í stuttri framhaldsseríu eða safnþáttaröð

  • Colin Farrell, The Penguin
  • Stephen Graham, Adolescence
  • Jake Gyllenhaal, Presumed Innocent
  • Brian Tyree Henry, Dope Thief
  • Cooper Koch, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story

Besta aðalleikkona í stuttri framhaldsseríu eða safnþáttaröð

  • Cate Blanchett, Disclaimer
  • Meghann Fahy, Sirens
  • Rashida Jones, Black Mirror
  • Cristin Milioti, The Penguin
  • Michelle Williams, Dying for Sex

Besti aukaleikari í stuttri framhaldsseríu eða safnþáttaröð

  • Javier Bardem, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story
  • Bill Camp, Presumed Innocent
  • Owen Cooper, Adolescence
  • Rob Delaney, Dying for Sex
  • Peter Sarsgaard, Presumed Innocent
  • Ashley Walters, Adolescence

Besta aukaleikkona í stuttri framhaldsseríu eða safnþáttaröð

  • Erin Doherty, Adolescence
  • Ruth Negga, Presumed Innocent
  • Deirdre O’Connell, The Penguin
  • Chloë Sevigny, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story
  • Jenny Slate, Dying for Sex
  • Christine Tremarco, Adolescence

Besta aðalleikkona í grínseríu

  • Uzo Aduba, The Residence
  • Kristen Bell, Nobody Wants This
  • Quinta Brunson, Abbott Elementary
  • Ayo Edebiri, The Bear
  • Jean Smart, Hacks

Besti aðalleikari í grínseríu

  • Adam Brody, Nobody Wants This
  • Seth Rogen, The Studio
  • Jason Segel, Shrinking
  • Martin Short, Only Murders in the Building
  • Jeremy Allen White, The Bear

Besta aukaleikkona í grínseríu

  • Liza Colón-Zayas, The Bear
  • Hannah Einbinder, Hacks
  • Kathryn Hahn, The Studio
  • Janelle James, Abbott Elementary
  • Catherine O’Hara, The Studio
  • Sheryl Lee Ralph, Abbott Elementary
  • Jessica Williams, Shrinking

Besti aukaleikari í grínseríu

  • Ike Barinholtz, The Studio
  • Colman Domingo, The Four Seasons
  • Harrison Ford, Shrinking
  • Jeff Hiller, Somebody Somewhere
  • Ebon Moss-Bachrach, The Bear
  • Michael Urie, Shrinking
  • Bowen Yang, Saturday Night Live

Besta handrit dramaseríu

  • Dan Gilroy, Andor
  • Joe Sachs, The Pitt
  • R. Scott Gemmill, The Pitt
  • Dan Erickson, Severance
  • Will Smith, Slow Horses
  • Mike White, The White Lotus

Besta handrit fyrir stutta framhaldsþáttaröð, safnþáttaröð eða annað

  • Jack Thorne, Stephen Graham, Adolescence
  • Charlie Brooker, Bisha K. Ali, Black Mirror
  • Kim Rosenstock, Elizabeth Meriwether, Dying for Sex
  • Lauren LeFranc, The Penguin
  • Joshua Zetumer, Say Nothing

Besta handrit grínseríu

  • Quinta Brunson, Abbott Elementary
  • Lucia Aniello, Paul W. Downs, Jen Statsky, Hacks
  • Nathan Fielder, Carrie Kemper, Adam Locke-Norton, Eric Notarnicola, The Rehearsal
  • Hannah Bos, Paul Thureen, Bridget Everett, Somebody Somewhere
  • Seth Rogen, Evan Goldberg, Peter Huyck, Alex Gregory, Frida Perez, The Studio
  • Sam Johnson, Sarah Naftalis, Paul Simms, What We Do in the Shadows

Besta handrit fyrir fjöllistaþátt

  • The Daily Show
  • Last Week Tonight With John Oliver
  • Saturday Night Live

Besta leikstjórn fyrir gamanseríu

  • Ayo Edebiri, The Bear
  • Lucia Aniello, Hacks
  • James Burrows, Mid-Century Modern
  • Nathan Fielder, The Rehearsal
  • Seth Rogen, The Studio

Besta leikstjórn dramaseríu

  • Janus Metz, Andor
  • Amanda Marsalis, The Pitt
  • John Wells, The Pitt
  • Jessica Lee Gagné, Severance
  • Ben Stiller, Severance
  • Adam Randall, Slow Horses
  • Mike White, The White Lotus

Besta leikstjórn stuttrar framhaldsþáttaraðar, safnþáttaraðar eða kvikmyndar

  • Philip Barantini, Adolescence
  • Shannon Murphy, Dying for Sex
  • Helen Shaver, The Penguin
  • Jennifer Getzinger, The Penguin
  • Nicole Kassell, Sirens
  • Lesli Linka Glatter, Zero Day





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.