Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2025 13:00 Konni fær fólk til að sigrast á óttanum. Um árabil hefur æska þjóðarinnar stundað það að stökkva út í sjó á heitum sumardögum. Nýlega tók Konni Gotta sportið á næsta stig og rekur fyrirtækið Hoppland á Akranesi þar sem gestir geta stokkið fram af pöllum í mikilli hæð. Hópur barna æfir dýfingar hjá honum og er á leið til Noregs að æfa með atvinnumönnum. Bjarki Sigurðsson skellti sér upp á Skaga í Íslandi í dag í síðustu viku. Í sjávarplássum um land allt er það vinsæl iðja á sumrin að kíkja niður að höfninni og stökkva þaðan út í sjó. Stökkvarar eru aðallega börn og þegar það er orðið leiðinlegt að hoppa af bryggjunni er stolist um borð í báta sem liggja að bryggjunni og stokkið úr þeim. Þegar það er svo ekki lengur spennandi er stokkið úr stærri skipum og þannig hefur þetta gengið svo árum skiptir. Einn þeirra sem ólst upp við þetta er hinn 34 ára gamli Konráð Gunnar Gottliebsson, betur þekktur sem Konni Gotta. Hann hefur alla sína ævi verið mikill jaðaríþróttamaður og þar sem hæsta stökkbrettið á landinu er þrír metrar, þá ákvað hann að búa til aðstöðu fyrir þetta æskusport. „Við gerðum aðstöðu í Reykjavík og byggðum nokkra stökkpalla. Það endaði þannig að við gátum ekki verið þar lengur og færðum okkur upp á Skaga þar sem við fengum þessa fínu bryggju þar sem við erum búin að setja upp palla og trampólín,“ segir Konni. Með þessu varð fyrirtækið Hoppland til og hefur Konni flakkað um land allt með pallana og boðið fólki upp á að hoppa út í sjó á hinum ýmsu hátíðum. Heimavöllurinn er þó Akranes þar sem einstaklingar eða hópar koma reglulega til að prófa sig áfram í sportinu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að sigra eigin haus og fólk kemur hingað og nær að komast yfir þessa hæð og finnst það getað sigrað heiminn eftir á,“ segir Konni en hægt er að sjá innslagið í heild sinni þar sem Bjarki fékk sjálfur að prófa að stökkva. Ísland í dag Akranes Sjósund Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira
Hópur barna æfir dýfingar hjá honum og er á leið til Noregs að æfa með atvinnumönnum. Bjarki Sigurðsson skellti sér upp á Skaga í Íslandi í dag í síðustu viku. Í sjávarplássum um land allt er það vinsæl iðja á sumrin að kíkja niður að höfninni og stökkva þaðan út í sjó. Stökkvarar eru aðallega börn og þegar það er orðið leiðinlegt að hoppa af bryggjunni er stolist um borð í báta sem liggja að bryggjunni og stokkið úr þeim. Þegar það er svo ekki lengur spennandi er stokkið úr stærri skipum og þannig hefur þetta gengið svo árum skiptir. Einn þeirra sem ólst upp við þetta er hinn 34 ára gamli Konráð Gunnar Gottliebsson, betur þekktur sem Konni Gotta. Hann hefur alla sína ævi verið mikill jaðaríþróttamaður og þar sem hæsta stökkbrettið á landinu er þrír metrar, þá ákvað hann að búa til aðstöðu fyrir þetta æskusport. „Við gerðum aðstöðu í Reykjavík og byggðum nokkra stökkpalla. Það endaði þannig að við gátum ekki verið þar lengur og færðum okkur upp á Skaga þar sem við fengum þessa fínu bryggju þar sem við erum búin að setja upp palla og trampólín,“ segir Konni. Með þessu varð fyrirtækið Hoppland til og hefur Konni flakkað um land allt með pallana og boðið fólki upp á að hoppa út í sjó á hinum ýmsu hátíðum. Heimavöllurinn er þó Akranes þar sem einstaklingar eða hópar koma reglulega til að prófa sig áfram í sportinu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að sigra eigin haus og fólk kemur hingað og nær að komast yfir þessa hæð og finnst það getað sigrað heiminn eftir á,“ segir Konni en hægt er að sjá innslagið í heild sinni þar sem Bjarki fékk sjálfur að prófa að stökkva.
Ísland í dag Akranes Sjósund Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Sjá meira