Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. september 2025 12:01 Gugga segir kvöldið með Drake vera toppinn á tilverunni. Það vakti mikla athygli þegar íslenska samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, kastaði brjóstahaldara upp á svið á tónleikum kanadíska rapparans Drake í Berlín um helgina. Rapparinn endurbirti myndband frá henni á Instagram sem leiddi til þess að henni var boðið í eftirpartý með honum. Gugga var gestur í Brennslunni í morgun þar sem hún segir frá þessu örlagaríka kvöldi. Viðtalið í heild þar sem Gugga fer um víðan völl varðandi Berlínarævintýrið með Drake má heyra neðst í fréttinni. „Ég var alltaf Kanye-fan en er það ekki lengur; núna er Drake númer eitt hjá mér,“ sagði Gugga kímin í samtali við útvarpsfólkið Ríkharð Óskar Guðnason og Jóhönnu Helgu Jensdóttur. Í þættinum lýsti Gugga því hvernig hún náði athygli rapparans áður en hún kastaði brjóstahaldaranum upp á svið. Atvikið gerðist snemma á tónleikunum, og Gugga segist hafa þurft smá stund til að ná aftur að einbeita sér og njóta tónleikanna. „Ég valdi mitt móment. Ég hélt honum yfir höfðinu á mér þar til hann kom auga á hann. Hann sagði þá „I need that“. Það var alveg erfitt að hitta, en ég þurfti að eiga alveg sögulegt kast,“ segir Gugga. Á umræddu Instagram-myndbandi sést Drake taka upp brjóstahaldarann glottandi og segja: „Vá, 44 H — guð minn góður, ég tek þennan með mér heim.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Fór ein í eftirpartý Gugga var í VIP-stúku ásamt vinkonu sinni, Lönu Kristinsdóttur, eiganda Kenzen. Þær stóðu afar nálægt sviðinu, sem gerði kastið mögulegt. Gugga segir að hópurinn þeirra hafi verið fjörugri en aðrir tónleikagestir í kring, sem hafi óneitanlega beint athygli Drake að þeim. Gugga segir kvöldið með Drake vera toppinn á tilverunni. Rikki spurði Guggu hvort hún hefði fengið að hitta Drake eftir tónleikana, og hún svaraði játandi. „Já, ég fékk að fara í eftirpartý með Drake. Ég ætla ekki að segja mikið meira, en ég fékk að hitta hann,“ sagði hún hlæjandi: „Hann er svo yndislegur og einlægur — ég dýrka hann.“ Þarf ekkert meira en þetta Gugga fór ein að hitta Drake og sagði frá samtali sínu við hann, þar sem hún hvatti hann til að koma að halda tónleika á Íslandi. „Hann spurði hvort hér væru nægilega stórar tónleikahallir. Hann er að fara að gefa út plötu sem heitir Iceman og segir að hann ætli að reyna að koma hingað,“ sagði hún. Spurð hvort hún hefði náð að halda ró sinni, sagði hún: „Já, ég náði því. Hann er bara manneskja í grunninn.“ Daginn eftir tónleikana sagðist hún ennþá vera að ná sér niður. „Ég get ekki útskýrt það. Ég er bara að hugsa að ég þurfi ekki að gera neitt meira. Lífið… bara, shoot me now — ég er bara góð, skilurðu? Ég er ennþá að meðtaka þetta. Þetta er stórt.“ Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Tónlist Þýskaland Brennslan FM957 Kanada Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Gugga var gestur í Brennslunni í morgun þar sem hún segir frá þessu örlagaríka kvöldi. Viðtalið í heild þar sem Gugga fer um víðan völl varðandi Berlínarævintýrið með Drake má heyra neðst í fréttinni. „Ég var alltaf Kanye-fan en er það ekki lengur; núna er Drake númer eitt hjá mér,“ sagði Gugga kímin í samtali við útvarpsfólkið Ríkharð Óskar Guðnason og Jóhönnu Helgu Jensdóttur. Í þættinum lýsti Gugga því hvernig hún náði athygli rapparans áður en hún kastaði brjóstahaldaranum upp á svið. Atvikið gerðist snemma á tónleikunum, og Gugga segist hafa þurft smá stund til að ná aftur að einbeita sér og njóta tónleikanna. „Ég valdi mitt móment. Ég hélt honum yfir höfðinu á mér þar til hann kom auga á hann. Hann sagði þá „I need that“. Það var alveg erfitt að hitta, en ég þurfti að eiga alveg sögulegt kast,“ segir Gugga. Á umræddu Instagram-myndbandi sést Drake taka upp brjóstahaldarann glottandi og segja: „Vá, 44 H — guð minn góður, ég tek þennan með mér heim.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Fór ein í eftirpartý Gugga var í VIP-stúku ásamt vinkonu sinni, Lönu Kristinsdóttur, eiganda Kenzen. Þær stóðu afar nálægt sviðinu, sem gerði kastið mögulegt. Gugga segir að hópurinn þeirra hafi verið fjörugri en aðrir tónleikagestir í kring, sem hafi óneitanlega beint athygli Drake að þeim. Gugga segir kvöldið með Drake vera toppinn á tilverunni. Rikki spurði Guggu hvort hún hefði fengið að hitta Drake eftir tónleikana, og hún svaraði játandi. „Já, ég fékk að fara í eftirpartý með Drake. Ég ætla ekki að segja mikið meira, en ég fékk að hitta hann,“ sagði hún hlæjandi: „Hann er svo yndislegur og einlægur — ég dýrka hann.“ Þarf ekkert meira en þetta Gugga fór ein að hitta Drake og sagði frá samtali sínu við hann, þar sem hún hvatti hann til að koma að halda tónleika á Íslandi. „Hann spurði hvort hér væru nægilega stórar tónleikahallir. Hann er að fara að gefa út plötu sem heitir Iceman og segir að hann ætli að reyna að koma hingað,“ sagði hún. Spurð hvort hún hefði náð að halda ró sinni, sagði hún: „Já, ég náði því. Hann er bara manneskja í grunninn.“ Daginn eftir tónleikana sagðist hún ennþá vera að ná sér niður. „Ég get ekki útskýrt það. Ég er bara að hugsa að ég þurfi ekki að gera neitt meira. Lífið… bara, shoot me now — ég er bara góð, skilurðu? Ég er ennþá að meðtaka þetta. Þetta er stórt.“ Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
Tónlist Þýskaland Brennslan FM957 Kanada Samfélagsmiðlar Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira