Sænska leiðin ýtir undir mansal Karen Kjartansdóttir skrifar 12. ágúst 2012 19:00 Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum, en lagasetningin er oft nefnd sænska leiðin. Þetta sýnir ný rannsókn félagsmálastofna í Noregi. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa boðað endurmat á löggjöfinni og telja að hún hafi beinlínis ýtt undir mansal. Pye Jakobsson, stofnandi hagmunasamtaka fólks sem starfar við vændi í Svíþjóð og Finnlandi, sem kom hingað til lands til að taka þátt í Gleðigöngunni, varar eindregið við sænsku leiðinni. „Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar," segir Pye. Henni þykir auk þess brýnt að vinna gegn því sem hún kallar staðalímynd um hina kúguðu vændiskonu. „Hin staðlaða ímynd af þeim sem vinna við kynlífsþjónustu er svo sterk að þótt vændiskona segi: Ég hafði nokkra kosti og þetta er sú ákvörðun sem ég tók. Þá er sagt: Nei, það getur ekki verið satt. Hún hlýtur alltaf að vera fórnarlamb. Hún hefur verið neydd út í þetta." „Það er mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hlusta á sögu hvers einstaklings. Er vændi alltaf besti kosturinn, eða góður kostur? Nei, kannski ekki, en kannski er það kosturinn sem viðkomandi taldi bestan á þeim tíma." Pye starfaði áður við vændi en vinnur nú að því að bæta réttarstöðu vændisfólks í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún er verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Hún segir að mikilvægasta verkefni sitt sé að draga úr fordómum gegn fólki í vændi. „Vændisfólki er mismunað, sumir missa íbúðina sína vegna vændisins, börnin eru tekin af sumum og sumum er neitað um eiturlyfjameðferð nema þeir hætti að vinna við vændi. Ég vinn líka mikið á alþjóðavettvangi. Margir vita það ekki, en samtök vændisfólks er mjög stór alþjóðleg hreyfing. Það eru samtök vændisfólks í mörgum löndum, þó ekki á Íslandi." Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Sænska leiðin hefur orðið til þess að enn erfiðara er að koma fórnarlömbum mansals til bjargar og jafnvel ýtt undir það. Þetta segir Pye Jakobsson, stofnandi hagsmunasamtaka fólks í vændi í Svíþjóð. Hún segir að með því að gera kaupendur vændis að glæpamönnum sé komið í veg fyrir að hægt sé að hægt sé að tilkynna mansal. Slíkar tilkynningar komi annars aðallega frá vændiskaupendum. Fullyrt er að vændi í Noregi sé bæði orðið skipulagðara og alvarlegra eftir að lög sem banna kaup á vændi tóku þar gildi fyrir þremur árum, en lagasetningin er oft nefnd sænska leiðin. Þetta sýnir ný rannsókn félagsmálastofna í Noregi. Sambærileg lög eru í gildi á Íslandi. Dómsmálayfirvöld í Noregi hafa boðað endurmat á löggjöfinni og telja að hún hafi beinlínis ýtt undir mansal. Pye Jakobsson, stofnandi hagmunasamtaka fólks sem starfar við vændi í Svíþjóð og Finnlandi, sem kom hingað til lands til að taka þátt í Gleðigöngunni, varar eindregið við sænsku leiðinni. „Leggjum siðferðið til hliðar. Það verður að tala við fólkið sem vinnur í kynlífsiðnaðinum því það hefur hugmyndir um hvað er hægt að gera. Og með því að gera viðskiptavini vændisfólks að glæpamönnum missum við helstu uppsprettu upplýsinga. Það var gerð rannsókn á ábendingalínu í Tyrklandi þar sem hægt var að tilkynna um mansal. Rannsóknin tók heilt ár. Meira en 80% þeirra sem hringdu inn voru viðskiptavinir. Því það eru þeir sem hitta þessar konur, karla og transfólk. Glæpavæðingin tekur burt tækifærið til að fá svona upplýsingar," segir Pye. Henni þykir auk þess brýnt að vinna gegn því sem hún kallar staðalímynd um hina kúguðu vændiskonu. „Hin staðlaða ímynd af þeim sem vinna við kynlífsþjónustu er svo sterk að þótt vændiskona segi: Ég hafði nokkra kosti og þetta er sú ákvörðun sem ég tók. Þá er sagt: Nei, það getur ekki verið satt. Hún hlýtur alltaf að vera fórnarlamb. Hún hefur verið neydd út í þetta." „Það er mikilvægt að við gefum okkur tíma til að hlusta á sögu hvers einstaklings. Er vændi alltaf besti kosturinn, eða góður kostur? Nei, kannski ekki, en kannski er það kosturinn sem viðkomandi taldi bestan á þeim tíma." Pye starfaði áður við vændi en vinnur nú að því að bæta réttarstöðu vændisfólks í Svíþjóð og Finnlandi auk þess sem hún er verkefnastjóri hjá HIV-samtökunum í Svíþjóð þar sem hún vinnur að forvörnum meðal fólks sem stundar vændi. Hún segir að mikilvægasta verkefni sitt sé að draga úr fordómum gegn fólki í vændi. „Vændisfólki er mismunað, sumir missa íbúðina sína vegna vændisins, börnin eru tekin af sumum og sumum er neitað um eiturlyfjameðferð nema þeir hætti að vinna við vændi. Ég vinn líka mikið á alþjóðavettvangi. Margir vita það ekki, en samtök vændisfólks er mjög stór alþjóðleg hreyfing. Það eru samtök vændisfólks í mörgum löndum, þó ekki á Íslandi."
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira