KSÍ hefur tilkynnt byrjunarlið íslenska landsliðsins fyrir vináttulandsleikinn á móti Færeyjum á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er síðasti undirbúningsleikur Íslands fyrir undankeppni HM 2014.
Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson byrja báðir á bekknum í kvöld en þeir voru teknir inn í hópinn í síðustu viku þrátt fyrir að vera báðir án félags.
Á fótbolti.net má finna aðrar upplýsingar um gang mála í leiknum í kvöld en vefsíðan birti íslenska byrjunarliðið langt á undan KSÍ.
Þar segir að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson muni aðeins leika fyrri hálfleikinn þar sem lið hans, Cardiff, á leik á föstudag. Eggert Gunnþór Jónsson mun þá samkvæmt heimildum fótbolta.net taka stöðu Eggerts í seinni hálfleiknum og Gylfi Þór Sigurðsson tekur þá líklega við fyrirliðabandinu.
Byrjunarlið Íslands á móti Færeyjum:
Markvörður
Gunnleifur Gunnleifsson
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðjumenn:
Rúrik Gíslason
Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði)
Gylfi Þór Sigurðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Sóknarmenn:
Birkir Bjarnason
Kolbeinn Sigþórsson

