Sport

Maður lést á hafnaboltaleik

Úr leiknum þar sem maðurinn lést.
Úr leiknum þar sem maðurinn lést.
Hörmulegur atburður átti sér stað á hafnaboltaleik Toronto Blue Jays og Chicago White Sox í Kanada í gær.

Karlmaður fékk þá hjartaáfall í sjöundu lotu. Leik var hætt á meðan reynt var að hnoða lífi í manninn og hann síðan fluttur á brott í sjúkrabíl.

Það skilaði því miður engu því maðurinn lést.

Þegar dómararnir sáu hvað var að gerast í stúkunni gátu þeir ekki annað en gert hlé á leiknum.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem áhorfandi fær hjartaáfall á leik með Blue Jays.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×