Lífið

Megastuð hjá Mörtu Maríu í Mjóddinni

myndir/lífið
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var megastuð þegar Marta María ritstýra hélt opnunarteiti í Gleraugnabúðinni í Mjódd í kvöld. Í versluninni fást vönduð merki eins og Silhouette, Michael Kors, Calvin Klein, Entia Barcelona og Fendi svo dæmi séu nefnd. Inni í gleraugnabúðinni er sérstök fylgihlutaverslun í anda Mörtu.

Aðspurð hvort það fari saman að reka gleraugnaverslun og stýra Smartlandi segist Marta María vera með gott fólk í kringum sig. "Ég er vön því að hafa mörg járn í eldinum og fæ tómleikatilfinningu ef ég er ekki störfum hlaðin."



Búðin hennar Mörtu Maríu á Facebook.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×