Lífið

Vala Matt fagnar útkomu sælkerabókar

Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir hönnuður og bráðum veitingahúsaeigandi með Völu.
Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir hönnuður og bráðum veitingahúsaeigandi með Völu.
„Verkefnið sælkeraleiðarvísir um Ísland/Iceland Local Food Guide er fjölmiðlunarverkefni þar sem finna má upplýsingar um veitingastaði og framleiðendur um allt land sem bjóða upp á staðbundinn íslenskan sælkeramat og íslenskar sælkeraafurðir. Texti er bæði á íslensku og ensku," segir Vala lukkuleg.

Sérstaða verkefnisins er sú að hér er í fyrsta skipti hægt að fá aðgang að upplýsingum með myndböndum um sælkeralandið Ísland. Gefin er út bók sem dreift er frítt, þar sem fjallað er um matarhefðir hvers landshluta, svokölluð krásarverkefni, þar eru einnig upplýsingar um sælkeraveitingastaði og lítil kaffihús og bakarí og einnig framleiðendur landshlutanna og margt fleira áhugavert sem tengist sælkeramat á Íslandi.

„Í bókinni er yfirgripsmikið matarkort þar sem allir staðirnir eru skráðir. Heimasíða www.icelandlocalfoodguide.is gefur möguleika á að fá allar upplýsingarnar frá hverjum landshluta með því að smella á landsvæðin á sérstöku korti á forsíðunni. Bókin er einnig á heimasíðunni þar sem hægt er að fletta henni og skoða," segir Vala stolt að lokum.

Skoða síðuna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×