Innlent

Ekki nóg af íslenskum sveppum á landinu

BBI skrifar
Flúðasveppir anna ekki eftirspurn Íslendinga eftir ferskum sveppum. Nú eru hollenskir og pólskir sveppir víða í verslunum.

Georg Ottósson er eini sveppabóndi landsins. Fyrirtæki hans, Flúðasveppir, framleiðir um 12 tonn á viku af ferskum sveppum en það er ekki nóg fyrir grillóðan landann.

„Það hafa allir verið að grilla í sumar í blíðunni og notað sveppi frá okkur," segir Georg Ottósson í samtali við fréttamiðilinn Dagskrána. „Því miður, við eigum ekki meira af sveppum og getum ekki gert betur. Þetta er bara veruleikinn sem við búum við," hann. Og því læðist að manni sá grunur að rúm sé fyrir fleiri en einn sveppaframleiðanda á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×