Innlent

Álfheiður mun líklega ekki sitja þegar Ólafur setur þing

BBI skrifar
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna.
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, býst ekki við því að hún sitji undir ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, þegar hann setur Alþingi í haust. Þrátt fyrir það segist hún bera slíka virðingu fyrir forsetaembættinu sem slíku að hún muni sitja undir því þegar forsetinn verður settur í embætti 1. ágúst.

Álfheiður sat ekki undir ræðu forsetans þegar hann setti Alþingi í fyrra og býst ekki við að hún muni gera það í ár. „Þessi breyting á hefðum fellur mér ekki að skapi. Það að sitjandi forseti láti þá athöfn að setja Alþingi snúast um sjálfan sig og sitt embætti finnst mér ekki við hæfi," segir Álfheiður. „Forsetar á undan Ólafi héldu stuttar og hógværar tölur."

Hún segir aftur á móti að þó setning forseta fari fram í alþingishúsinu sé það engan vegin sambærilegt við setningu Alþingis. „Ég ber mikla virðingu fyrir forsetaembættinu. Alveg sama hver sá forseti er þá verð ég viðstödd þegar hann verður settur í embætti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×