Innlent

Gúmmítékkar fjölmennir á Akureyri

Um það bil 70 áhangendur tékkneska fótboltaliðsins Mladó Bolislov, sem komu til Akureyrar í gær til að styðja lið sitt í leiknum við Þór í Evrópukeppninni á Akureyri í kvöld, þver brutu allar hefðir um fótboltabullur.

Þeir voru prúðmennskan upp máluð og bar ekkert á þeim í skemmtanalífinu í gærkvöldi, að sögn lögreglu. Kemur þetta svo á óvart að gárungarnir nyrðra velta því fyrir sér hvort þetta séu einhverjir gúmmítékkar, eða þannig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×