Innlent

Frábært á meðal fallega fólksins á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ben Stiller talar virkilega fallega um Ísland í erlendum fjölmiðlum.
Ben Stiller talar virkilega fallega um Ísland í erlendum fjölmiðlum.
Ben Stiller segir að það sé frábært að vera á Íslandi þar sem sólin sest aldrei og fólkið er fallegt. Hann spjallaði um Ísland þegar hann var gestur í spjallþætti Jimmy Kimmel í gær.

„Ég var á Íslandi að vinna við bíómynd," sagði Stiller þegar Kimmel spurði hann hvað hann hefði verið að fást við að undanförnu. Hann bætti því við að myndin héti Secret Life of Walter Mitty.

Það er ekki hægt að segja annað en að Stiller hafi gefið Íslandi toppeinkunn. „Það er frábært þar, sólin sest aldrei og fólkið lítur mjög vel út," sagði Stiller. Kimmel spurði hann þá hvort það væri gott að sólin sest ekki. „Það er það þegar fólkið lítur svona vel út," sagði hann þá.



Smellið hér
til að horfa á viðtalið við Ben Stiller. Hann talar um Ísland strax í upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×