Innlent

Á rústabjörgunaræfingu í Þýskalandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá einni æfingunni.
Frá einni æfingunni.
Hópur unglinga úr björgunarsveitum af Suðurnesjunum hefur verið á alþjóðlegri rústabjörgunaræfingu í Þýskalandi síðustu vikuna.

Á æfingunni eru einnig unglingadeildir frá Þýskalandi, Rússlandi, Tyrklandi og Rúmeníu, alls um 130 unglingar. Seint í kvöld verður svo líkt eftir útkalli. Þá fá krakkarnir til umráða bílstjóra og bíla, en aka þarf um 150 km að æfingasvæðinu þar sem líkt verður eftir stórum jarðskjálfta. Hóparnir þarf allt frá því að lagt er að stað að sjá sjálfum sér fyrir mat, verkfærum og öðru líku í heilan sólarhring.

Íslenski hópurinn segist fá mikla athygli fyrir framkomu sína og kunnáttu og þeim sé hrósað við hvert tækifæri. Tveir af umsjónarmönnuum íslenska hópsins sáu um að kenna öllum hópunum fyrstu hjálp og tókst það mjög vel til.

Á hverjum degi er birt nýtt myndband af því sem er í gangi og er íslenski hópurinn í aðalhlutverki í þessu hérna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×