Innlent

Skrifar um spillingu og kröfuna um sterkan leiðtoga

BBI skrifar
Herdís Þorgeirsdóttir, lögmaður, sérfræðingur í mannréttindum og forsetaframbjóðandi.
Herdís Þorgeirsdóttir, lögmaður, sérfræðingur í mannréttindum og forsetaframbjóðandi.
Herdís Þorgeirsdóttir, forsetaframbjóðandi, skrifar í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Tröllriðna land - sprungið af spillingu". Í greininni líkir hún tíðaranda dagsins við ástandið í Weimarlýðveldinu sem leiddi til uppgangs fasisma í Evrópu.

„Ýmis teikn eru á lofti; atvinnuleysi er gífurlegt, gjáin milli þinga og þjóða dýpkar og kröfur verða háværari um bjargvætti í gervi sterkra leiðtoga," segir hún og telur forsetakosningarnar hér á landi hafa endurspeglað þennan tíðaranda. Turnarnir tveir hafi annars vegar staðið fyrir andstöðu við ríkisstjórn og höfðað til þeirra óöruggu, þar á hún við Ólaf Ragnar sem bar sigur úr býtum. Hinn turninn hafi staðið fyrir öfl Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem vildu sporna gegn völdum forseta, þar á hún við Þóru Arnórsdóttur.

Hún telur spillingu ríkjandi á Íslandi og finnst það óviðunandi.

Hún lýsir því hvernig fræðimenn frá Evrópu hafi misst trúna á lýðræði og segi að það geti ekki ráðið bót á efnahagsþrengingum álfunnar. Herdís tekur ekki undir að lýðræðið sé gengið sér til húðar. Hún telur helsta vandamálið að völdin í heiminum liggi hjá fjármálaklíkum. „Eina von Evrópu í dag er ekki blóðug bylting, ekki samþjöppun valds í sterkum leiðtoga heldur almenn vitundarvakning," segir hún í enda greinarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×