Innlent

Grindhvalavaða hamast rétt undan ströndum Njarðvíkur

BBI skrifar
Mynd/vf.is
Hundruð grindhvala hafa verið í allan morgun rétt undan landi neðan við byggðina í Dalshverfi Innri Njarðvíkur. Á vef Víkurfrétta er áætlað að milli tvö og þrjú hundruð hvalir séu á svæðinu.

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að staðnum til að berja hvalina augum. Hvalirnir virðast vera í miklu æti, sjórinn kraumar og sérkennileg hljóð berast frá vöðunni. „Þetta er bara eins og kraumandi síldartorfa, nema kannski svolítið stærri," segir Hilmar Bragi, blaðamaður hjá Víkurfréttum. „Það var alveg mjög sérstök upplifun að sjá þetta."

Á vef Víkurfrétta má nálgast myndband af vöðunni og heyra tístið í henni.

Sjónarspil af þessum togar er mjög sjaldgæft á þessum slóðum. „Það var einn eldri maður þarna í morgun og hann sagðist einu sinni hafa séð svona áður," segir Hilmar.

Hvalirnir hafa verið á svæðinu frá því klukkan átta í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×