Innlent

Ólafur: Skoðanakannanir og veðrið haft áhrif á kosningaþátttöku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, útilokar ekki að niðurstöður skoðanakannana undanfarna daga hafi haft áhrif á það hversu lítil kosningaþátttaka var í forsetakosningunum í dag. Í Reykjavík norður er hún um 50% en í Reykjavík suður um 55%.

„Það er erfitt að bera saman kosningar á mismunandi árstimum. Hið góða veður hefur áhrif á það hvar menn eru," sagði Ólafur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fljótlega eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar.

„Svo hafa kannski skoðanakannanir haft áhrif á það hvort menn fóru á kjörstað eða ekki," bætti hann við. Hann vildi ekki fullyrða neitt um skýringarnar en sagði að líklegar skýringar gætu verið af þessu tagi.

Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson sem tekið var strax eftir að fyrstu tölur voru kynntar í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×