Sport

Sigurbjörn og Guðmundur heiðraðir á Landsmótinu

Sigurbjörn og Guðmundur á Hvammsvelli fyrr í dag.
Sigurbjörn og Guðmundur á Hvammsvelli fyrr í dag. Mynd / Eiðfaxi
Fánaberar frá Félagi tamningamanna settu hátíðlegan svip á Víðidalinn nú fyrir stundu en þá var Sigurbirni Bárðarsyni og Guðmundi Björgvinssyni veitt knapaverðlaun.

Sigurbjörn hlaut reiðmennskuverðlaun félagsins en hún er veitt þeim keppanda er þykir sýna afburðar fyrirmyndarreiðmennsku á mótinu. Sigurbjörn hefur nú þegar tryggt sér tvo landsmótsbikara. Hann sigraði bæði í 150 og 250 metra skeiði, fékk silfur í 100 metra flugskeiði og var í gærkvöldi í 4. sæti í töltkeppninni.

Sigurbjörn eygir von um enn ein verðlaunin síðar í dag er hann mætir með Stakk frá Halldórsstöðum í úrslit A-flokks gæðinga.

Guðmundi Björgvinssyni var afhent Gregesen styttu Landsmótsins í ár en styttan er farandgripur sem veittur er knapa sem þykir vera til fyrirmyndar hvað varðar prúðmannlega reiðmennsku, klæðaburð og hirðingu hests.

Guðmundur hefur verið iðinn sýnandi kynbótahrossa á mótinu auk þess sem hann keppti í nær öllum greinum mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×