Innlent

Sakborningur í mansalsmáli fær engar bætur frá ríkinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu manns sem var handtekinn og sætti einangrun í þrjár vikur vegna mansalsmálsins 2009. Um er að ræða eina mansalsmálið sem hefur verið dæmt í á Íslandi, en maðurinn var sýknaður af ákærunni.

Maðurinn krafðist miskabóta að fjárhæð 17 milljóna króna vegna handtökunnar og gæsluvarðhaldsins. Héraðsdómur Reykjavíkur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að vegna tengsla mannsins við Litháa sem voru dæmdir í málinu og að maðurinn gerði lítið úr þeim tengslum við skýrslutökur hafi maðurinn stuðlað að þeim aðgerðum sem viðhafðar voru hafðar gegn honum.

Þá telur dómurinn ósannað að hann hafi verið beittur harræði við handtökuna eða að hann hafi sætt ómannúðlegri meðferði í gæsluvarðhaldinu. Maðurinn hélt því meðal annars fram að lífsnauðsynleg lyf hafi verið tekin af honum í gæsluvarðhaldinu.



Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×