Innlent

Spor fannst í sandinum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
„Við erum bara að leita, þetta er sannarlega stórt svæði." Þetta segir varðstjóri lögreglunnar á Blönduósi en leit stendur nú yfir að ísbirni á Húnaflóa.

Veginum út á Vatnsnes hefur nú verið lokað.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur hjálpað til við leitina í kvöld. Tveir erlendir ferðamenn tilkynntu um ferðir dýrsins á sjötta tímanum í kvöld.

„Það er ekki auðvelt að elta uppi dýrið enda hefur það líklega verið í sjónum."

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni fannst spor í sandi en ekki er vitað hvort að það sé eftir bjarndýr.

„Við göngum út frá því að þetta sér spor eftir ísbjörn,“ segir Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn.



Ekki hefur verið haft upp á ferðamönnunum sem tilkynntu um dýrið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×