Innlent

Leitin að hvítabirninum heldur áfram í dag

Leitin að hvítabirninum sem menn telja sig hafa séð á Húnaflóa í gær verður haldið áfram í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði á svæðinu fram til að ganga tólf í gærkvöldi og er reiknað með að leit hefjist að nýju um klukkan tíu í dag.

Veginum út á Vatnsnes var lokað í gær en þeirri lokun hefur nú verið aflétt. Kristján Þorbergsson yfirlögregluþjónn biður fólk á svæðinu um að vera á varðbergi og bendir hann á að dýrið geti ferðast um langan veg á skömmum tíma.

Leitarmenn fundu í gær spor neðan við Geitafell og er talið nær öruggt að þau séu eftir bjarndýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×