Svar Íslands: Rök ESB hefðu haft "fáránlegar afleiðingar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2012 12:05 Höfðustöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira