Svar Íslands: Rök ESB hefðu haft "fáránlegar afleiðingar“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2012 12:05 Höfðustöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Röksemdir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og ESA í Icesave-málinu halda engu vatni og sú leið sem Evrópusambandið vill fara hefði haft fáránlegar afleiðingar. Þetta kemur fram í harðorðu svari Íslands við meðalgöngustefnu framkvæmdastjórnar ESB sem sent verður til Brussel í dag. Fram kemur í svarinu, sem ekki hefur verið birt opinberlega en fréttastofa hefur undir höndum, að sömu grundvallar gallarnir séu í röksemdum og greiningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og í greinargerð ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. Báðum aðilum mistakist að horfast í augu við afleiðingar eigin röksemdarfærslu. Í Icesave-málinu er m.a tekist á um svokallaða árangursskyldu (e. obligation of result) samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar, en framkvæmdasstjórn ESB virðist líta svo á að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að ganga ekki úr skugga um að nægir peningar væru í Tryggingarsjóði innistæðueigenda til að greiða Icesave-skuldbindingarnar. Ísland leggur áherslu á að eina skylda ríkisins í þessum efnum hafi verið að koma innistæðutryggingarkerfinu á laggirnar og hafa eftirlit með því. Ísland fellst ekki á þau rök ESB að tilskipunin leggi þær byrðar á ríkissjóð að tryggja greiðslur tryggingarsjóðsins í þeim tilvikum sem peningar í sjóðnum hrökkva ekki til að greiða kröfur sparifjáreigenda vegna falls banka. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að utanaðkomandi aðstoð sé nauðsynleg til að tryggja peninga fyrir Icesave-innistæðum, en Ísland bendir á að óhjákvæmilega sé ríkissjóður eini aðilinn sem geti veitt slíka aðstoð en engri ríkisábyrgð er til að dreifa samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. Í svari Íslands segir jafnframt að þessi röksemdafærsla Evrópusambandsins hafi í raun fáránlegar afleiðingar í för með sér, (e. further absurd consequence) því ef sú skylda myndi skapast í þessu tilviki myndi það setja fordæmi í öðrum tilvikum þar sem tilskipanir ESB kveða á um að aðilar á markaði annist greiðslur til einstaklinga, hvort sem það eru neytendur, starfsmenn á vinnumarkaði eða aðrir, en bankarnir báru ábyrgð á fjármögnun tryggingarsjóðsins, skv. efni tilskipunar 94/19. Framkvæmdastjórn ESB virðist líta svo á að það séu skyldur Íslands að tryggja að nægir peningar séu í tryggingarsjóðnum til að greiða Icesave-skuldbindingarnar og heldur því fram í greinargerð að þetta geti hugsanlega falið í sér að hinir nýju bankar á Íslandi, sem stofnaðir voru á grunni þeirra eldri eftir hrun, taki þátt í fjármögnun tryggingarsjóðsins til að endurgreiða sparifjáreigendum. Í svari Íslands segir að þetta feli í óhjákvæmilega (e. inevitably involve) í sér peninga frá ríkissjóði, eða að minnsta kosti ábyrgð þess á langtímalánum nýju bankanna til að standa undir slíkum greiðslum. Þá segir í svarinu að í áliti fjármálaeftirlitsins á Íslandi, FME, um að ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda og fjárfesta hafi þurft að greiða innistæðueigendum innan árs, eins og tilskipunin kveður á um, hefði það falið sér þriðjung allra eigna nýju bankanna þriggja í lok árs 2008. Og hefðu nýju bankarnir þrír þurft að taka þátt í slíkri fjármögnun hefðu þeir verið með neikvætt eigið fé upp á 419 milljarða króna í lok árs 2008. Með slíku höggi hefðu þeir enn á ný þurft að leita til FME og aftur hefði komið til kasta neyðarlaga vegna fjármálaáfalls á Íslandi, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan efnahag. Icesave-málið verður flutt fyrir EFTA-dómstólnum hinn 18. september næstkomandi. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira