Innlent

Þungir dómar í árásarmáli - leiðtogi Vítisengla sýknaður

Einar Marteinsson færður í Héraðsdóm Reykjaness í dag.
Einar Marteinsson færður í Héraðsdóm Reykjaness í dag. mynd/ anton.
Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottafengna árás á konu í lok síðasta árs. Dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn mönnum sem allir tengjast Vítisenglum fyrir árásina í dag. Sá sem fékk þyngstan dóm fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, tveir fengu fjögurra ára dóm og einn tveggja og hálfs árs fangelsisdóm.

Einar hefur setið í gæsluvarðhaldi í rúma sex mánuði. „Þetta er mesta vindhögg í sögu lögreglunnar," sagði hann þegar hann gekk út úr dómhúsinu. Saksóknari mun hafa færi á að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Verði niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í dag staðfest er mjög líklegt að Einar höfði skaðabótamál vegna gæsluvarðhaldsins, að sögn Oddgeirs Einarssonar verjanda hans.

Það var Héraðdómur Reykjaness sem kvað upp dóminn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×