"Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn“ Magnús Halldórsson skrifar 27. júní 2012 23:48 Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. Bam Margera er þekktur fyrir uppátæki sín með Jack Ass genginu svonefnda, sem hefur framkvæmt brjálæðislega hluti, af ýmsu tagi, og tekið það upp á myndband. Fréttir um að Margera hefði lent í hremmingum á bílaleigubíl sem hann var með á leigu, vöktu nokkra athygli á Vísi.is í gær, og það var ekki annað á Margera að skilja en að hann hefði átt nokkuð viðburðaríka daga hér. „Ég hef komið hérna fimm sinnum og mér finnst það frábært. Ég ætlaði bara að vera hér í fimm daga en okkur líkaði svo vel hérna og ég hitti nokkra vini mína svo ég ákvað að vera lengur," segir Margera. Margera sagðist eiga erfitt með að átta sig á því hvernig hann fór að því að borga 1,2 milljónir fyrir bílaleigubíl. „Einhvern veginn þurfti ég að borga átta þúsund dali fyrir bílaleigubíl. Einhver bakkaði á hann og stakk svo af. Það var nú eitt. Svo sparkaði ég í hurðina af því ég var fúll eitt kvöldið. Svo var rispa á einum stað svo það þurfti að skipta um allt stykkið. Það var dæld aftan á honum og svo var ég að mála með olíulitum og þeir lentu úti um allt. Það var blá málning úti um allt í bílnum og ég var rukkaður fyrir öll sætin. Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn," sagði Margera.Keyptirðu hann? spurði þá fréttamaður. „Þetta voru 1,2 milljónir króna. Það var miðnætti og lögreglan lamdi á dyrnar á hótelinu því hún fann bílinn. Hún sagði að ég hefði stolið honum því ég skilaði honum ekki á réttum tíma," sagði Margera og hló. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Jack Ass stjarnan Bam Margera hefur lent í ýmsum ævintýrum í dvöl sinni hér á landi, en hann þurfti meðal annars að greiða 1,2 milljónir króna vegna skemmda á bílaleigubíl sem hann var með á leigu. Fréttastofa rakst á hann á göngu á Hverfisgötu í dag, þar sem hann sagðist hafa málað bílinn. Bam Margera er þekktur fyrir uppátæki sín með Jack Ass genginu svonefnda, sem hefur framkvæmt brjálæðislega hluti, af ýmsu tagi, og tekið það upp á myndband. Fréttir um að Margera hefði lent í hremmingum á bílaleigubíl sem hann var með á leigu, vöktu nokkra athygli á Vísi.is í gær, og það var ekki annað á Margera að skilja en að hann hefði átt nokkuð viðburðaríka daga hér. „Ég hef komið hérna fimm sinnum og mér finnst það frábært. Ég ætlaði bara að vera hér í fimm daga en okkur líkaði svo vel hérna og ég hitti nokkra vini mína svo ég ákvað að vera lengur," segir Margera. Margera sagðist eiga erfitt með að átta sig á því hvernig hann fór að því að borga 1,2 milljónir fyrir bílaleigubíl. „Einhvern veginn þurfti ég að borga átta þúsund dali fyrir bílaleigubíl. Einhver bakkaði á hann og stakk svo af. Það var nú eitt. Svo sparkaði ég í hurðina af því ég var fúll eitt kvöldið. Svo var rispa á einum stað svo það þurfti að skipta um allt stykkið. Það var dæld aftan á honum og svo var ég að mála með olíulitum og þeir lentu úti um allt. Það var blá málning úti um allt í bílnum og ég var rukkaður fyrir öll sætin. Ég hefði eins getað keypt fjandans bílinn," sagði Margera.Keyptirðu hann? spurði þá fréttamaður. „Þetta voru 1,2 milljónir króna. Það var miðnætti og lögreglan lamdi á dyrnar á hótelinu því hún fann bílinn. Hún sagði að ég hefði stolið honum því ég skilaði honum ekki á réttum tíma," sagði Margera og hló.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira