Innlent

Fyrstu myndirnar af Cruise í tökum á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tom í silfurbúningi við tökur á Íslandi.
Tom í silfurbúningi við tökur á Íslandi.
Ítarleg umfjöllun er um myndina Oblivion á vef Daily Mail í dag. Þar segir frá því að Tom Cruise hafi verið staddur á virku eldfjalli í gær við tökur á myndinni en hann mun vera staddur í nágrenni við Veiðivötn. Í fréttinni segir að Cruise virðist hafa skemmt sér gríðarlega vel við tökurnar. Hann hafi gengið um og spjallað um tökurnar við kvikmyndatökuliðið. Söguþráður myndarinnar er á þá leið að stutt er í að mannkyninu á jörðu verði útrýmt. Persóna Cruise er ein af fáum lifandi og hann verst árásum frá geimverum.

Það eru hasarfréttaljósmyndararnir Paul Hennessy og Ian Lawrence sem tóku myndirnar. Þeir hafa lífsviðurværi sitt af því að taka myndir af fræga fólkinu og Hennessy lýsti því til dæmis í samtali við Fréttablaðið á dögunum að hann kom til Íslands frá Tyrklandi þar sem hann hafði verið í þrjár vikur að eltast við leikarann Daniel Craig sem var að taka upp næstu James Bond-mynd.

Eftir því sem fram kemur í frétt Daily Mail kostar um 130 milljónir bandaríkjadala að gera myndina eða um 16 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×