Samskiptaleysi olli því að finnska stúlkan flúði vinnuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. júní 2012 10:18 Konan réði sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Mynd/Getty Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán. Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Mál Maiju, finnsku stúlkunnar sem fór ósátt frá starfi á bóndabæ á Íslandi, skýrist fyrst og fremst af samskiptaleysi, segir Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri Nordjobb á Íslandi. Vísir sagði frá málinu í morgun. „Mér finnst óeðlilegt að það hafi ekki verið haft samband við okkur við vinnslu fréttarinnar vegna þess að þetta horfir ekki við okkur sem sá skandall sem það virðist vera í þessari frétt," segir Stefán. Eins og Vísir greindi frá réði konan sig sem herbergisþerna í ferðaþjónustuhlutann á sveitabænum. Samkvæmt samningi átti hún að vinna á átta tíma vöktum og eiga tvo frídaga í viku. Í rauninni þurfti hún að vinna 12 tíma vaktir án þess að fá borgaða yfirvinnu og bóndinn tjáði henni hvað frídagana varðaði að hann myndi sjálfur ákveða hvenær hún fengi að taka þá. Stefán segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi vinnuveitandinn ekki verið nógu skýr um það hvernig ástandið var á þessum tíma á sveitabænum, í byrjun sumars. Hann hafi ekki komið nógu hreint fram um það. „Það er skiljanlegt að það kraumi óánægja þegar svo verður. En við sjáum ekki annað en að það hafi verið tímabundið," segir Stefán. Stefán segir að starfsemin hafi bara verið nýhafin og þá finnist sér skiljanlegt að það séu aðeins lengri vaktir. „Með betri samskiptum hefði þetta ekki verið neitt mál," ítrekar Stefán. Stefán segir að það komi af og til fyrir að starfsmenn sem komi á vegum NordJobb kvarti undan álagi. „Þessi bransi gengur mikið út á að vinnuálagið miðast dálítið við fjölda ferðamanna og ef það kemur hópur þá þarf að ræsa starfsfólkið svolítið. Við hvetjum því fólk til þess að vera með traustar vakatatöflur," segir Stefán. Hann segir það því geta komið fyrir að starfsfólk sé misnotað og farið sé á svig við samninga, en hann man ekki eftir tilteknum dæmum. Hann tekur líka fram að það séu ekki allir sem geti unnið miklar tarnir. Hann segist skilja Maiju vel. „Ég skil fullkomlega að þessi stúlka hafi verið ósátt því að hún vill náttúrlega bara hafa sitt á hreinu," segir Stefán. Hann segist ekki vita til þess að hún sé komin í nýja vinnu. „Nordjobb sendi hana til að tala við vinnuveitanda í gær, en ég veit ekki alveg hvernig það lukkaðist. Við erum að treysta á að hún fái vinnu á næstu dögum," segir Stefán.
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent