Shia LaBeouf í þriðja myndbandi Sigur Rósar BBI skrifar 18. júní 2012 15:49 Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag. Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu „The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate. Leikarinn Shia LaBeouf leikur í myndbandinu. Þar kemur hann fram allsnakinn. Frammistaða hans hefur komið af stað athugasemdaflóði á youtube.com. Almenningur virðist frá sér numinn að geta loks barið heilögustu tól þessa leikara augum. Shia LeBeouf er vinsæll leikari og hefur meðal annars leikið í Transformers og Indiana Jones. The Valtari mystery film experiment er þáttur í kynningu plötunnar Valtari sem Sigur Rós sendi frá sér í vor. Hugmyndin gengur út á að fá kvikmyndagerðarmenn og leikstjóra til að gera myndbönd við lögin á plötunni án þess að hljómsveitin hafi neitt um þau að segja. Leikstjórarnir fá ákveðna þóknun og eru svo beðnir um að gera nákvæmlega það sem þeim dettur fyrst í hug þegar þeir heyra tónlistina. Myndböndin munu birtast á tveggja vikna fresti héðan í frá ef allt gengur eftir. Myndbandið sem birtist í dag er það þriðja í röðinni. Hin tvö voru gerð af Íslendingum, annað af Ragnari Kjartanssyni og hitt af Ingu Birgisdóttur, sem er systir Jónsa söngvara hljómsveitarinnar. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndbandið sem birtist í dag.
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“