Innlent

Munir úr einvígi aldarinnar til sýnis

mynd/AFP
mynd/LÍF

Stærsta einkasafn muna úr einvígi þeirra Bobby Fischers og Boris Spasskí verður sýnt um helgina á sýningu Landssambands íslenskra frímerkjasafnara.



Munirnir koma úr söfnum Sigurðar R. Péturssonar og Ríkharðs Sveinssonar, auk þess sem sýnt verður safn í eigu bandarísks aðila.



Á meðal þeirra muna sem verða til sýnis eru medalíur og silfurskeiðar sem gerðar voru í tengslum við einvígið, veggspjöld og myndir áritaðar af Spasskí og Fischer.



Sýningin ber heitið FRÍMERKI2012 en hún opnaði í sal KFUM og K á Holtavegi og stendur til 3. júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×