Varðstjóri sýknaður - mátti aflífa hreindýr og skera úr því kjöt 21. maí 2012 15:52 Hreindýr. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Varðstjóri lögreglunnar var sýknaður í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Hann var ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur í opinberu starfi með því að hafa misnotað stöðu sína sem aðalvarðstjóri og komið því til leiðar, er hann var á frívakt, að hann sinnti sjálfur aflífun særðs hreindýrs, sem tilkynnt hafði verið um að væri fast í girðingu, undir því yfirskini að hann væri að sinna verkefni lögreglu, en í þeim tilgangi að komast yfir kjöt af dýrinu til eigin nota, og notfært sér í því skyni lögreglubifreið, skotvopn og annan búnað og aðstöðu lögreglu í eigin þágu. Þannig var hann sakaður um að hafa aflífað dýrið, blóðgað, fært skrokkinn til á afvikinn stað og skorið úr því hryggjarvöðva og farið síðar með kjötið á heimili sitt. Það var undirmaður varðstjórans sem grunaði að ekki væri allt með felldu þegar hann fann dýrið og sá að það var búið að skera úr því hryggjarvöðvann. Í kjölfarið var húsleit framkvæmd hjá varðstjóranum, en þá framvísaði hann tæplega hálfu kílói af hryggjarvöðva, sem þótti þó ekki álitlegur til áts. Varðstjórinn neitaði alfarið sök. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að það hafi verið ósannað að varðstjórinn hefði skorið meira af dýrinu en þann bút af hryggjarvöðva sem hann framvísaði við húsleit. Þá hefur framburður ákærða um að hafa talið dýrið rýrt og haldið sjúkdómum verið stöðugur frá upphafi og samræmist því sem í ljós kom við krufningu dýrsins. Þá bendir framburður kjötiðnaðarmanns sem skoðaði hið haldlagða kjöt ekki til þess að þetta tiltekna kjötstykki hafi verið álitlegt til áts, þótt almennt sé hryggjarvöðvi talinn meðal bestu bitanna af hreindýri. Styður allt þetta ekki sérstaklega þann málatilbúnað ákæruvaldsins, að því er fram kemur í niðurstöðu dómarans, að ákærði hafi skorið sér kjötið í eigin þágu. Varðstjórinn var fyrir dómi ekki spurður út í það hvort hann hafi hugsanlega ætlað að gefa hundinum sínum kjötið og er það ósannað að því er fram kemur í niðurstöðu dómara. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Varðstjóri lögreglunnar var sýknaður í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Hann var ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur í opinberu starfi með því að hafa misnotað stöðu sína sem aðalvarðstjóri og komið því til leiðar, er hann var á frívakt, að hann sinnti sjálfur aflífun særðs hreindýrs, sem tilkynnt hafði verið um að væri fast í girðingu, undir því yfirskini að hann væri að sinna verkefni lögreglu, en í þeim tilgangi að komast yfir kjöt af dýrinu til eigin nota, og notfært sér í því skyni lögreglubifreið, skotvopn og annan búnað og aðstöðu lögreglu í eigin þágu. Þannig var hann sakaður um að hafa aflífað dýrið, blóðgað, fært skrokkinn til á afvikinn stað og skorið úr því hryggjarvöðva og farið síðar með kjötið á heimili sitt. Það var undirmaður varðstjórans sem grunaði að ekki væri allt með felldu þegar hann fann dýrið og sá að það var búið að skera úr því hryggjarvöðvann. Í kjölfarið var húsleit framkvæmd hjá varðstjóranum, en þá framvísaði hann tæplega hálfu kílói af hryggjarvöðva, sem þótti þó ekki álitlegur til áts. Varðstjórinn neitaði alfarið sök. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að það hafi verið ósannað að varðstjórinn hefði skorið meira af dýrinu en þann bút af hryggjarvöðva sem hann framvísaði við húsleit. Þá hefur framburður ákærða um að hafa talið dýrið rýrt og haldið sjúkdómum verið stöðugur frá upphafi og samræmist því sem í ljós kom við krufningu dýrsins. Þá bendir framburður kjötiðnaðarmanns sem skoðaði hið haldlagða kjöt ekki til þess að þetta tiltekna kjötstykki hafi verið álitlegt til áts, þótt almennt sé hryggjarvöðvi talinn meðal bestu bitanna af hreindýri. Styður allt þetta ekki sérstaklega þann málatilbúnað ákæruvaldsins, að því er fram kemur í niðurstöðu dómarans, að ákærði hafi skorið sér kjötið í eigin þágu. Varðstjórinn var fyrir dómi ekki spurður út í það hvort hann hafi hugsanlega ætlað að gefa hundinum sínum kjötið og er það ósannað að því er fram kemur í niðurstöðu dómara.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira