Innlent

Börðust við sinueld í fjóra tíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það tók slökkvilðið fjóra tíma að ráða niðurlögum eldsins. Mynd úr safni.
Það tók slökkvilðið fjóra tíma að ráða niðurlögum eldsins. Mynd úr safni. mynd/ teitur.
Sinueldur kviknaði í svæði við Krýsuvíkurveg á þriðja tímanum í dag. Töluverður fjöldi slökkviliðsmanna barðist við sinuna sem var meðal annars í mosa og því erfið viðureignar. Það tók slökkviliðsmennina um fjóra tíma að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið naut aðstoðar Landhelgisgæslunnar við verkið sem hellti vatni úr stórum poka sem hékk úr þyrlu Gæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×