Innlent

Presley kom til bjargar - dró bát til Grindavíkur

Gissur Sigurðsson skrifar
Hætta skapaðist í nótt þegar vélin bilaði í litlum fiskibáti með einum manni um borð, þegar báturinn var staddur skammt undan Reykjanesi og tók að reka í átt að grýttri ströndinni.

Stjórnstöð Gæslunnar og vaktstöð siglinga kölluðu þegar út björgunarskip frá Grindavík og á nálæga fiskibáta. Fyrst tókst að koma taug yfir í annan fiskibát, en hún slitnaði ítrekað.

Kom þá fiskibáturinn Presley GK á vettvang og kom annari taug yfir í bátinn, sem hélt, en töluverður straumur var á svæðinu.

Presley lagði þegar af stað með bátinn í drætti áleiðis til Grindavíkur og fylgdi björgunarskipið bátunum til hafnar í Grindavík í nótt. Björgunarsveitarmenn frá Grundarfirði drógu líka bilaðan fiskibát til hafnar undir kvöld í gær og sakaði bátsverjann ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×