Innlent

Allt að 25 stiga hita spáð um næstu helgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Egilsstöðum, þar sem gert er ráð fyrir að hitinn fari upp í allt að 25 stig.
Frá Egilsstöðum, þar sem gert er ráð fyrir að hitinn fari upp í allt að 25 stig. mynd/ pjetur.
Allt að 25 stiga hita er spáð á landinu um næstu helgi. Það er hvítasunnuhelgin og má búast við að hún verði fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins.

Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir því að hitinn á laugardag fari upp í 25 stig á Egilsstöðum. Sama dag er gert ráð fyrir að hitinn á Akureyri verði 20 stiga hiti en þar mun rigna. Veðrið verður töluvert síðra á vestanverðu landinu en austanverðu á laugardaginn. Í Reykjavík verður 13 stiga hiti og rigning og í Bolungarvík verður hitinn um 11 gráður.

Á sunnudaginn verður hitinn öllu lægri. Þá verður 22 stiga hiti á Egilsstöðum, átján stiga hiti á Kirkjubæjarklaustri og 17 stiga hiti á Akureyri. Í Reykjavík verður tólf stiga hiti og tíu stiga hiti í Bolungarvík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×