Innlent

Krefjast gæsluvarðhalds yfir Annþóri og Berki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Annþór Kristján Karlsson þegar hann var leiddur fyrir dómara á dögunum.
Annþór Kristján Karlsson þegar hann var leiddur fyrir dómara á dögunum.
Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru færðir fyrir dómara nú á fjórða tímanum en krafist verður gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta er gert til þess að hægt sé að halda þeim áfram í einangrun á meðan rannsókn á máli þeirra stendur yfir. Mennirnir eru grunaðir um að hafa myrt samfanga sinn á fimmtudag í síðustu viku.

Samkvæmt heimildum Vísis úr fangelsismálakerfinu var hinn látni með innvortis áverka sem hann hefði ekki með neinum hætti getað fengið nema að utanaðkomandi aðili hafi veitt honum þá. Annþór og Börkur voru færðir í einangrun í gær eftir að krufningaskýrsla lá fyrir. Þeir höfðu áður verið í fangelsinu að afplána refsidóma sem þeir fengu fyrir eldri brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×