Innlent

Páll Óskar telur Ísland sigurstranglegt í Eurovision

Páll Óskar
Páll Óskar
„Þetta var stórkostlegur flutningur," segir Páll Óskar en hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var beðinn um að gefa álit sitt á frammistöðu Jónsa og Grétu í undankeppni Eurovision í gær.

Eins og alþjóð veit þá komst Ísland áfram. Eurovision-hópurinn undirbýr sig nú fyrir úrslitakvöldið á laugardaginn næstkomandi. Gréta og Jónsi verða númer sjö í röðinni og þykir það afar gott — Jóhanna Guðrún var einmitt sú sjöunda í röðinni árið 2009.

„Það geislaði af þeim á sviðinu. Þau brostu mikið og fallega — fagmennskan einfaldlega lak af þeim."

Páll telur stöðu Íslands mjög góða í keppninni. „Þetta er náttúrulega einstakt lag, sérstaða þess gerir það að verkum að það er í raun ekki í samkeppni við hin lögin."

Þá gerir Páll ráð fyrir að Gréta og Jónsi eigi eftir að berjast um fyrsta og annað sætið við sænska lagið.

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Pál Óskar hér fyrir ofan. Þá er einnig hægt að sjá flutning Jónsa og Grétu frá því í gær hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×