Lífið

Dorrit glæsileg í skírn prinsessunnar

Dorrit var viðstödd skírn Estelle prinsessu.
Dorrit var viðstödd skírn Estelle prinsessu. myndir/cover media
Meðfylgjandi myndir voru teknar af Dorrit Moussaieff forsetafrú í skírn prinsessunnar Estelle, dóttur Viktoríu krónprinsessu og Daníels prins í gær.

Eins og sjá má var Dorrit stórglæsileg. Hún skrifaði meðal annars á Facebooksíðuna sína fyrr í dag:

Sem betur fer sést ekki á myndunum hvað ég átti erfitt með að renna upp pilsinu. Allar þessar kökur í kosningabaráttunni!"

Dorrit var boðsgestur sænsku konungshjónanna en meðfylgjandi myndir voru teknar í kapellu konungshallarinnar í Stokkhólmi þar sem prinsessan var skírð.

Eftir skírnina var Dorrit boðið til hádegisverð í konungshöllinni í Stokkhólmi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sá sér ekki fært að mæta vegna anna.

myndir/cover media





Fleiri fréttir

Sjá meira


×