Berst fyrir bættum hag útigangsmanna Erla Hlynsdóttir skrifar 23. maí 2012 20:00 Ung kona sem missti vin sinn, þrjátíu og tveggja ára gamlan útigangsmann, berst fyrir því að opnað verði nýtt skýli fyrir útigangsfólk. Eftir andlát vinar hennar skrifaði hún borgarstjóra bréf, en ekkert hefur breyst. Í gistiskýlinu við Þingholtsstræti er næturpláss fyrir tuttugu manns. Klukkan tíu á morgnana er síðan öllum vísað út. „Útigangsmennirnir hér hafa engan stað til að geyma dótið sitt," segir Alma Rut Lindudóttir, áfengis- og forvarnaráðgjafi. „Þar er oft stolið af þeim og ég veit að margir hafa oft sofið úti því þeir vilja ekki vera inni í gistiskýlinu. Auk gistiskýlisins býður Konukot átta konum upp á næturskjól og nokkrir gámar fyrir heimilislausa eru úti á Granda. Talið er að um hundrað manns búi á götum Reykjavíkur. „Mér finnst að það þurfi að vera skýli sem er opið allan sólarhringinn sem fólk getur leitað í, bæði á daginn og á nóttunni, skýli sem er upphitað þannig að fólk geti setið inni að vetri." Þá finnst henni að fólk sem leitar í skýlið geti fengið læknisþjónustu, og læstar hirslur fyrir eigur sínar, í stað þess að þurfa að bera aleiguna með sér alla daga. Alma skrifaði grein um baráttu sína á vefinn Bleikt.is og stofnaði sérstaka Facebook-síðu málefnið. „Ég hef haft áhuga á málefnum útigangsfólks allt frá því að ég var barn, ég veit ekki alveg af hverju," segir hún. Það var síðan fyrir tveimur árum sem Alma kynntist Lofti Gunnarssyni. „Ég kynntist Loft vini mínum, sem er reyndar látinn núna, fyrir utan vinnuna mína," segir Alma. Einhvern veginn urðum við perluvinir og vorum rosalega mikið að spjalla um hvað við gætum gert til að bæta hag útigangsmanna." „Svo núna, á þessu ári, hnígur Loftur niður á Laugaveginum og deyr, og það er ekki vitað af hverju. Þá fannst mér ég þurfa að standa upp og berjast í hans nafni og gera það sem við ætluðum að gera saman." Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ung kona sem missti vin sinn, þrjátíu og tveggja ára gamlan útigangsmann, berst fyrir því að opnað verði nýtt skýli fyrir útigangsfólk. Eftir andlát vinar hennar skrifaði hún borgarstjóra bréf, en ekkert hefur breyst. Í gistiskýlinu við Þingholtsstræti er næturpláss fyrir tuttugu manns. Klukkan tíu á morgnana er síðan öllum vísað út. „Útigangsmennirnir hér hafa engan stað til að geyma dótið sitt," segir Alma Rut Lindudóttir, áfengis- og forvarnaráðgjafi. „Þar er oft stolið af þeim og ég veit að margir hafa oft sofið úti því þeir vilja ekki vera inni í gistiskýlinu. Auk gistiskýlisins býður Konukot átta konum upp á næturskjól og nokkrir gámar fyrir heimilislausa eru úti á Granda. Talið er að um hundrað manns búi á götum Reykjavíkur. „Mér finnst að það þurfi að vera skýli sem er opið allan sólarhringinn sem fólk getur leitað í, bæði á daginn og á nóttunni, skýli sem er upphitað þannig að fólk geti setið inni að vetri." Þá finnst henni að fólk sem leitar í skýlið geti fengið læknisþjónustu, og læstar hirslur fyrir eigur sínar, í stað þess að þurfa að bera aleiguna með sér alla daga. Alma skrifaði grein um baráttu sína á vefinn Bleikt.is og stofnaði sérstaka Facebook-síðu málefnið. „Ég hef haft áhuga á málefnum útigangsfólks allt frá því að ég var barn, ég veit ekki alveg af hverju," segir hún. Það var síðan fyrir tveimur árum sem Alma kynntist Lofti Gunnarssyni. „Ég kynntist Loft vini mínum, sem er reyndar látinn núna, fyrir utan vinnuna mína," segir Alma. Einhvern veginn urðum við perluvinir og vorum rosalega mikið að spjalla um hvað við gætum gert til að bæta hag útigangsmanna." „Svo núna, á þessu ári, hnígur Loftur niður á Laugaveginum og deyr, og það er ekki vitað af hverju. Þá fannst mér ég þurfa að standa upp og berjast í hans nafni og gera það sem við ætluðum að gera saman."
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira