Berst fyrir bættum hag útigangsmanna Erla Hlynsdóttir skrifar 23. maí 2012 20:00 Ung kona sem missti vin sinn, þrjátíu og tveggja ára gamlan útigangsmann, berst fyrir því að opnað verði nýtt skýli fyrir útigangsfólk. Eftir andlát vinar hennar skrifaði hún borgarstjóra bréf, en ekkert hefur breyst. Í gistiskýlinu við Þingholtsstræti er næturpláss fyrir tuttugu manns. Klukkan tíu á morgnana er síðan öllum vísað út. „Útigangsmennirnir hér hafa engan stað til að geyma dótið sitt," segir Alma Rut Lindudóttir, áfengis- og forvarnaráðgjafi. „Þar er oft stolið af þeim og ég veit að margir hafa oft sofið úti því þeir vilja ekki vera inni í gistiskýlinu. Auk gistiskýlisins býður Konukot átta konum upp á næturskjól og nokkrir gámar fyrir heimilislausa eru úti á Granda. Talið er að um hundrað manns búi á götum Reykjavíkur. „Mér finnst að það þurfi að vera skýli sem er opið allan sólarhringinn sem fólk getur leitað í, bæði á daginn og á nóttunni, skýli sem er upphitað þannig að fólk geti setið inni að vetri." Þá finnst henni að fólk sem leitar í skýlið geti fengið læknisþjónustu, og læstar hirslur fyrir eigur sínar, í stað þess að þurfa að bera aleiguna með sér alla daga. Alma skrifaði grein um baráttu sína á vefinn Bleikt.is og stofnaði sérstaka Facebook-síðu málefnið. „Ég hef haft áhuga á málefnum útigangsfólks allt frá því að ég var barn, ég veit ekki alveg af hverju," segir hún. Það var síðan fyrir tveimur árum sem Alma kynntist Lofti Gunnarssyni. „Ég kynntist Loft vini mínum, sem er reyndar látinn núna, fyrir utan vinnuna mína," segir Alma. Einhvern veginn urðum við perluvinir og vorum rosalega mikið að spjalla um hvað við gætum gert til að bæta hag útigangsmanna." „Svo núna, á þessu ári, hnígur Loftur niður á Laugaveginum og deyr, og það er ekki vitað af hverju. Þá fannst mér ég þurfa að standa upp og berjast í hans nafni og gera það sem við ætluðum að gera saman." Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ung kona sem missti vin sinn, þrjátíu og tveggja ára gamlan útigangsmann, berst fyrir því að opnað verði nýtt skýli fyrir útigangsfólk. Eftir andlát vinar hennar skrifaði hún borgarstjóra bréf, en ekkert hefur breyst. Í gistiskýlinu við Þingholtsstræti er næturpláss fyrir tuttugu manns. Klukkan tíu á morgnana er síðan öllum vísað út. „Útigangsmennirnir hér hafa engan stað til að geyma dótið sitt," segir Alma Rut Lindudóttir, áfengis- og forvarnaráðgjafi. „Þar er oft stolið af þeim og ég veit að margir hafa oft sofið úti því þeir vilja ekki vera inni í gistiskýlinu. Auk gistiskýlisins býður Konukot átta konum upp á næturskjól og nokkrir gámar fyrir heimilislausa eru úti á Granda. Talið er að um hundrað manns búi á götum Reykjavíkur. „Mér finnst að það þurfi að vera skýli sem er opið allan sólarhringinn sem fólk getur leitað í, bæði á daginn og á nóttunni, skýli sem er upphitað þannig að fólk geti setið inni að vetri." Þá finnst henni að fólk sem leitar í skýlið geti fengið læknisþjónustu, og læstar hirslur fyrir eigur sínar, í stað þess að þurfa að bera aleiguna með sér alla daga. Alma skrifaði grein um baráttu sína á vefinn Bleikt.is og stofnaði sérstaka Facebook-síðu málefnið. „Ég hef haft áhuga á málefnum útigangsfólks allt frá því að ég var barn, ég veit ekki alveg af hverju," segir hún. Það var síðan fyrir tveimur árum sem Alma kynntist Lofti Gunnarssyni. „Ég kynntist Loft vini mínum, sem er reyndar látinn núna, fyrir utan vinnuna mína," segir Alma. Einhvern veginn urðum við perluvinir og vorum rosalega mikið að spjalla um hvað við gætum gert til að bæta hag útigangsmanna." „Svo núna, á þessu ári, hnígur Loftur niður á Laugaveginum og deyr, og það er ekki vitað af hverju. Þá fannst mér ég þurfa að standa upp og berjast í hans nafni og gera það sem við ætluðum að gera saman."
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels