Innlent

Krafist þingrofs í undirskriftasöfnun

Óskað er eftir þingrofi og kosningum í undirskriftasöfnun sem hófst í dag. Á vefsíðunni er skorað á Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að ganga til fundar við forseta Íslands og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

„Verði forsætisráðherra ekki við áskorun okkar um að biðjast lausnar," segir í vefsíðunni. „Þá skorum við á forseta Íslands að rjúfa þing og boða til kosningar í samræmi við 24. gr. Stjórnarskrár lýðveldis Íslands."

Þá var öllum þingmönnum send afrit af kröfum hópsins. Svör þingmanna verða síðan birt almenningi.

Hægt er að nálgast vefsíðuna hér: Kjósendur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×