Innlent

Innan við 10 manns á ári myndu nýta sér staðgöngumæðrun

mynd/vilhelm
„Í mínu starfi hef ég hitt mörg pör sem eiga þann draum að eignast börn," segir Guðmundur Arason, frjósemislæknir hjá Art Medica. „Það er ein af frumþörfum hvers einstaklings að geta barn."

Guðmundur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi við þáttastjórnendur um skoðanir sínar á staðgöngumæðrun.

„Ef kona, sem býður sig fram af velgjörð til að ganga með barn fyrir par, þá finnst mér það auðvitað í lagi," segir Guðmundur.

Þá segir Guðmundur að umræða um mansal í samhengi staðgöngumæðrunar kasti rýrð á úrræðið. Hann bendir þó á að til séu dæmi um að aðilar hafi nýtt sér neyð annarra. Samkvæmt Guðmundi væri þó hægt að komast í veg fyrir þetta með öflugu eftirliti og stuðningi við þá sem nýta sér þessa leið.

Þá telur Guðmundur að ef staðgöngumæðrun yrði leyfð hér á landi þá myndu innan við 10 pör nýta sér úrræðið á hverju ári.

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Guðmund hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×