Íbúar Garðabæjar og Álftaness munu í haust greiða atkvæði um það hvort að sameina eigi sveitarfélögin. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samþykkti þetta samhljóða á fundi sínum fyrr í dag.
Bæjarstjórnir sveitarfélaganna þurfa sameiginlega að ákveða hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.
Nefndin var sett á laggirnar árið 2010 eftir að Álftanes fór fram á viðræður um sameiningu á grundvelli frjálsrar sameiningar.
