Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista VG skrifar 25. maí 2012 12:28 Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira