Milljónir í auglýsingar um kvótakerfið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. maí 2012 21:00 Útvegsfyrirtæki og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa undanfarið varið milljónum í auglýsingaherferð gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þingmaður segir herferðina ósvífna. Auglýsingar sem birst hafa frá hagsmunasamtökum í sjávarútvegi undanfarið hafa vakið athygli. Þar má sjá sjómenn, verkalýðsforingja á landsbyggðinni og framkvæmdastjóra hinna ýmsu fyrirtækja segja frá neikvæðum áhrifum breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Nokkrar umræður hafa spunnist um herferðina þar sem ljóst er að nokkur kostnaður fylgir henni og slík herferð því ekki á færi allra. Samkvæmt upplýsingum frá Birtingarhúsinu má gera ráð fyrir að hver mínútu auglýsing sem birtist fyrir fréttatíma stöðvanna kosti á bilinu 300 til 400 þúsund. Það var bæjarráð Fjarðarbyggðar sem stóð á bak við fyrstu auglýsingarnar en fljótlega bættust fleiri hagsmunaaðilar í hópinn. Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðsins og framkvæmdastjóri Fiskimiða, segist ekki hafa tölu á þeim auglýsingum sem birtar hafa verið og að kostnaðurinn liggi ekki fyrir. „Kostnaðurin er nú einhver. Ég er nú ekki klár á því hver hann er, en hann er einhverjar milljónir. Það eru líka miklir hagsmunir í húfi og mörg störf sem þarf að verja úti á landi. Og ekki bara úti á landi heldur líka hérna í Reykjavík," segir Jens Garðar. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, finnst auglýsingarnar vera sorglegar og ósvífnar. Ekki sé alltaf farið með rétt mál í auglýsingunum. Þá séu þeir sem komi fram í auglýsingunum oft þeir sömu og eigi að vera hagsmunagæslumenn launþega. Það séu ekkert hagsmunir launþega að kvótinn sé í eigu örfárra sægreifa. Jens segir ekkert óeðlilegt við að þessi leið sé farin. „Í okkar huga var þetta leið sem við töldum að myndi nýtast best til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri," segir hann. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Útvegsfyrirtæki og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa undanfarið varið milljónum í auglýsingaherferð gegn breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þingmaður segir herferðina ósvífna. Auglýsingar sem birst hafa frá hagsmunasamtökum í sjávarútvegi undanfarið hafa vakið athygli. Þar má sjá sjómenn, verkalýðsforingja á landsbyggðinni og framkvæmdastjóra hinna ýmsu fyrirtækja segja frá neikvæðum áhrifum breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Nokkrar umræður hafa spunnist um herferðina þar sem ljóst er að nokkur kostnaður fylgir henni og slík herferð því ekki á færi allra. Samkvæmt upplýsingum frá Birtingarhúsinu má gera ráð fyrir að hver mínútu auglýsing sem birtist fyrir fréttatíma stöðvanna kosti á bilinu 300 til 400 þúsund. Það var bæjarráð Fjarðarbyggðar sem stóð á bak við fyrstu auglýsingarnar en fljótlega bættust fleiri hagsmunaaðilar í hópinn. Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðsins og framkvæmdastjóri Fiskimiða, segist ekki hafa tölu á þeim auglýsingum sem birtar hafa verið og að kostnaðurinn liggi ekki fyrir. „Kostnaðurin er nú einhver. Ég er nú ekki klár á því hver hann er, en hann er einhverjar milljónir. Það eru líka miklir hagsmunir í húfi og mörg störf sem þarf að verja úti á landi. Og ekki bara úti á landi heldur líka hérna í Reykjavík," segir Jens Garðar. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, finnst auglýsingarnar vera sorglegar og ósvífnar. Ekki sé alltaf farið með rétt mál í auglýsingunum. Þá séu þeir sem komi fram í auglýsingunum oft þeir sömu og eigi að vera hagsmunagæslumenn launþega. Það séu ekkert hagsmunir launþega að kvótinn sé í eigu örfárra sægreifa. Jens segir ekkert óeðlilegt við að þessi leið sé farin. „Í okkar huga var þetta leið sem við töldum að myndi nýtast best til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri," segir hann.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira