Innlent

Stunginn með hnífi á Laugavegi

Maður var stunginn með hnífi á Laugavegi rétt eftir klukkan sjö í gærkvöld. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar, en ekkert er vitað nánar um meiðsl hans.

Árásarmannsins er leitað. Þá ógnaði maður fólki með hnífi á veitingahúsi við Laugavegi um hálfellefu í gærkvöld. Starfsmaður á veitingastaðnum skarst í lófa eftir að hafa afvopnað manninn. Hann flúði af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar og gistir fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Um klukkan hálffimm var stúlka skorin í andliti við veitingastaðinn B5 Bankastræti. Rétt eftir klukkan fimm var svo maður handtekinn í Grófinni eftir að hann sló tvær stúlkur í andlitið og var valdur af eignaspjöllum er hann hrinti annarri stúlkunni á rúðu sem brotnaði. Aðilinn sem var í mjög annarlegu ástandi vistaður í fangageymslu lögreglu þar til hægt verður að ræða við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×