Innlent

Berfættur prestur fór á bólakaf

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Presturinn fékk spark í rassinn og fór á bólakaf.
Presturinn fékk spark í rassinn og fór á bólakaf.
Það var líf og fjör í Salalauginni í dag þar sem hópur barna var mættur ásamt foreldrum sínum til að taka þátt í sunnudagsskóla Lindakirkju. Börnin tóku vel undir þegar sungið var og busluðu á meðan þau hlýddu á boðskap prestsins sem var berfættur.

Þetta er í annað sinn sem Lindakirkja færir sunnudagsskóla sinn út í Salalaug. Þetta var fyrst reynt fyrir ári og þótti heppnast svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn nú.

Þegar líða fór að lokum þótti tilvalið að presturinn fengi að finna hvort að laugin væri nú ekki nógu heit. Hann fór því á bólakaf ofan í laugina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×