Enski boltinn

Sir Alex: Þurfa hundrað ár til að komast á sama stall og United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, óskaði nágrönnunum í Manchester City til hamingju með titilinn eftir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en gat þó ekki stillt sig um að skjóta aðeins á City.

„Þetta er frábært afrek hjá þeim því þetta er ekki auðveld deild. Þetta er erfiðasta deild í heimi og allir sem vinna hana eiga það skilið," sagði Sir Alex Ferguson.

„Við fögnum krefjandi verkefnum og erum góðir í að bregðast við þeim," sagði Ferguson sem er staðráðinn í það ná titlinum aftur yfir á Old Trafford á næsta tímabili.

Ferguson segir Manchester City samt eiga langt í land með að komast á sama stall og Manchester United.

„Við erum með magnaða sögu og betri sögu en allir aðrir. Það mun taka City hundrað ár að búa til slíka sögu," sagði Ferguson.

Það er hægt að sjá svipmyndir frá leik Manchester United á móti Sunderland með því að smella hér fyrir ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.