Innlent

Vigdís tók við nýju Símaskránni

Vigdís ásamt Magnúsi Geir, leikhússtjóra Borgarleikhússins.
Vigdís ásamt Magnúsi Geir, leikhússtjóra Borgarleikhússins. mynd/fréttastofa
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og fyrrverandi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, tók í dag við fyrsta eintakinu af nýju Símaskránni úr höndum Magnúsi Geirs Þórðarsonar, núverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins.

Kápa Símaskrárinnar og myndskreytingar á innsíðum hennar eru að þessu sinni helgaðar leikhúslífi og þeim sess sem leikhús skipar hjá þjóðinni.

Nýja Símaskráin.mynd/já.is
Kápan sýnir það sjónarhorn sem blasir við leikurum á sviði leikhússins þegar þeir horfa út til áhorfenda. Þá eru brosandi andlit áhorfenda sögð endurspegla virkan þátt þeirra í leiksýningunni.

Símaskráin er aðgengilega á rúmlega 100 stöðum land allt. Á höfuðborgarsvæðinu verður hún fáanleg í anddyri Borgarleikhússins, í öllum verslunum Símans og Vodafone, við bensínstöðvar Olís og Skeljungs, verslunum Krónunnar og á skrifstofu Já í Glæsibæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×