Innlent

Bensínið lækkar

Atlantsolía lækkaði bensínverð um tvær krónur í morgun og dísillítrann um þrjár krónur. Bensínlítrinn kostar nú liðlega 255 krónur og dísillítrinn tæpar 254 krónur.

Með þessari lækkun hefur bensín lækkað um 13 krónur frá því sem það fór hæst um miðjan apríl, en þá fór lítrinn í 268 krónur. Ef gengi krónunnar hefði verið stöðugt síðastliðna sex mánuði, væri bensínið um það bil níu krónum ódýrara en það er nú, miðað við óbreytta álagningu olíufélaganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×