Lífið

Dallas stemning á Borginni

myndir/sigurjón ragnar
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hótel Borg á miðvikudag þegar sumardagskrá Stöðvar 2 var kynnt.

Mætingin var góð og viðtökurnar frábærar.

Dallas stemning var í boðinu en Stöð 2 hefur sýningar á nýrri Dallas seríu í sumar.  Fjöldi nýrra íslenskra þátta er væntanlegur í sýningar á Stöð 2 í sumar. Inga Lind Karlsdóttir kafar ofan í offituvanda íslensku þjóðarinnar í fjórum áhugaverðum heimildarþáttum. Hjónin Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir stjórna þremur þáttum í aðdraganda Landsmóts hestamanna. Þættirnir nefnast Sprettur og eru fjölbreyttir og skemmtilegir þættir um allt sem viðkemur hestamennsku á Íslandi.

Þá er ótalinn Evrópski draumurinn þar sem þeir Sveppi og Pétur Jóhann, Auddi og Stendi reyna með sér í afar fjölbreyttum þrautum víða á meginlandi Evrópu. Þá stjórnar Logi Bergmann Spurningabombunni af sinni alkunnu snilld fram á sumarið.

myndir/sigurjón ragnar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×