Lífið

Blue Lagoon boð

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar nýr Blue Lagoon þörungamaski var kynntur fimmtudaginn 10. maí í Blue Lagoon Spa í Hreyfingu.

Fjöldi kvenna kynnti sér maskann sem nærir, lyftir og veitir húðinni aukinn ljóma.

„Maskinn er spennandi nýjung í Blue Lagoon húðvörulínunni og hefur vörunnar verið beðið með eftirvæntingu. Jákvæð áhrif Bláa Lónsins á húðina hafa verið þekkt allt frá því að fólk hóf að baða í Bláa Lóninu. Áhrif kísilsins á húðina eru þekkt og þá töluðu þeir sem fyrstir voru til að baða í Lóninu eftir myndun þess einnig um það að áhrifin væru enn betri ef sjá mátti grænan lit í kíslinum. Rannsóknir leiddu síðar í ljós að þarna voru á ferðinni sjaldgæfar þörungategundir sem hafa virkni gegn öldrun húðarinnar. Rannsóknir leiddu til þróunar á þörungamaska sem eingöngu var fáanlegur fyrir spa gesti Bláa Lónsins og er hann afhentur frosinn í Lóninu sjálfu," sagði Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins spurð um nýja þörungamaskann.

Blue Lagoon á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×