Innlent

Horfið frá stefnu sjálfstæðis- og framsóknarmanna í atvinnumálum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. mynd/ jmg
Jóhanna Sigurðardóttir boðaði nýjar áherslur í atvinnumálum á fundi sem hófst í Iðnó nú klukkan eitt. Hún sagði að um væri að ræða fráhvarf frá þeirri einhæfu atvinnustefnu sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hefðu stuðlað að og fólu aðallega í sér stóriðju.

„Áhersla verður lögð á nýsköpun, græna hagkerfið með stuðningi við vísindi og og rannsóknarstörf, skapandi greinar, sóknaráætlanir landshluta, sérstaka áherslu á auknar samgöngubætur, ferðaþjónustu og að styrkja innviði samfélagsins," sagði Jóhanna.

Hún sagði að þær fjárfestingar sem væri verið að kynna núna fælu í sér viðbótarfjárfestingar við þær opinberu fjárfestingar og einkaframkvæmdir sem þegar hafa verið áformaðar á næstu tveimur til þremur árum.

Jóhanna Margrét Gísladóttir, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis, er í Iðnó, en ítarleg umfjöllun um málið verður í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×