Innlent

Laun hækka almennt - stjórnendur hækka þó mest

PwC greindi laun á markaði.
PwC greindi laun á markaði.
Laun æðstu stjórnenda hækkuðu um 9,9%, laun millistjórnenda um 8,3% en tekjur annarra hópa hækkuðu um 1-7%. Þetta kemur fram í launagreiningu PricewaterhouseCoopers (PwC).

Þar kemur ennfremur fram að að laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu að meðaltali um 4,3% milli áranna 2010 og 2011. Sú hækkun er í takt við kjarasamninga, en heldur ekki í við verðbólgu, sem var 5,6% á sama tíma.

Þá sýna niðurstöðurnar að tekjur æðstu stjórnenda fyrirtækja hækkuðu nokkru meira en tekjur annarra hópa á tímabilinu.

Á heildina hækkuðu föst laun um 4,3% milli áranna 2010 og 2011. Samkvæmt greiningunni voru föst mánaðarlaun á Íslandi 463 þúsund krónur að meðaltali en heildarlaun voru að meðaltali 513 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin er í takt við almenna kjarasamninga en heldur ekki í við verðbólgu, sem var 5,6% á sama tíma.

Launagreining PwC er unnin árlega og miðast við laun í septembermánuði hvers árs. Gögnin sem liggja að baki greiningunni eru fengin milliliðalaust úr launakerfum fyrirtækja og stofnana. Greiningin byggir á raungögnum en ekki á könnunum eða svörum vinnuveitenda eða launþega. Launagreining PwC 2011 byggir á upplýsingum um laun 15.000 einstaklinga og gefur því greinargóða og raunsanna mynd af stöðu og þróun markaðslauna á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×