Innlent

Krummi ekki með berkla: "Þetta gleður mitt hjarta og lungu"

Krummi var í einangrun eftir að grunur vaknaði að hann væri með berkla. Það ku ekki vera rétt, heldur er hann með blöðrur á lungunum.
Krummi var í einangrun eftir að grunur vaknaði að hann væri með berkla. Það ku ekki vera rétt, heldur er hann með blöðrur á lungunum.
Krummi Björgvinsson, oft kallaður Krummi í Mínus, er ekki með berkla. Hann tjáði vinum sínum á Facebooksíðu sinni á fimmtudag að hann gæti hugsanlega verið með berkla etir að hann fór í fjölmargar rannsóknir vegna verkja í lungunum. Hann var í einangrun þar til hann fékk niðurstöðurnar.

Nú í morgun tilkynnti hann vinum sínum að niðurstöður úr rannsóknunum sýndu að ekki er um berkla að ræða. Hann segir að hann sé með blöðrur í lungunum og nú taki við ströng sýklameðferð. "Þetta gleður mitt hjarta og lungu," skrifar Krummi.

Berklasmit á Íslandi eru mjög óalgeng, það koma á bilinu eitt til fjögur tilvik upp á ári. Flestir sem greinast með sjúkdóminn hafa verið erlendis, útlendingar eða eldra fólk, sem fékk sjúkdóminn á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Krummi í einangrun - gæti verið með berkla

Það skýrist bráðlega hvort að Krummi Björgvinsson, oft kallaður Krummi í Mínus, sé með berkla. Hann var lagður inn á lungnadeild Borgarspítalans í gær og hefur verið í einangrun síðan.

Berklameðferðir hafa skilað góðum árangri

"Þetta er viðráðanlegt mál og þær meðferðir sem er boðið upp á hér á landi ganga vel,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um berkla. Krummi Björgvinsson, oft kallaður Krummi í Mínus, greindi frá því á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi að hann hefði farið í rannsóknir á lungnadeild Borgarspítalans sem hafi leitt í ljós að hann gæti verið með berkla. Það skýrist þó bráðlega hvort það sé rétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×